Stjórnendaþjálfun
Þóra Valný hefur yfir 20 ára reynslu við stjórnun í atvinnulífinu, aðallega í fjármálageiranum. Hún var verkefnastjóri og vörustjóri í Landsbankanum. Einnig var hún vörustjóri og forstöðumaður í Kaupþingi. Hún hefur unnið að vöruþróun, innleiðingu, þjálfun starfsfólks, breytingastjórnun, tímastjórnun, stefnumótun og innleiðingu stefnu. Þessi víðtæka reynsla nýtist á ýmsan hátt í þjónustu við fyrirtæki.
Meðal þess sem er í boði er:
> Stilla saman stjórnendateymi
-
Hvernig viljum við stjórna? Hvaða stórnendamenningu viljum við hafa í fyrirtækinu.
-
Hér er verið að vinna með stjórnendum að stilla upp stefnu, vekefnum og verkfærum til að nota til að stjórnunin sé markviss og samstillt í fyrirtækinu. Samt er lögð áhersla á að hver stjórnandi njóti sín og að stjórnendateymið sé búið mismunandi hæfni og þekkingu. Hægt er að samtvinna með NBI greiningu sem eykur þekkingu og skilning hvers og eins á sjálfum sér og á samstjórnendum sínum.
-
> Stilla saman deildina/liðsheildina
-
Hvernig viljum við vinna saman? Hvernig liðsheild viljum við vera?
-
Til að deildin skili sem mestum árangri þá skiptir miklu máli að stilla teymið saman. Skoða hlutverk og ábyrgð innan teymisins. Mikilvægasti þátturinn í árangri íþróttateymis, er hvernig teymið spilar saman, frekar en hæfni hvers og eins. Það sama á við um liðsheildir. Inn í þessa vinnu er hægt að setja tímastjórnun til að ná fram styttri vinnuviku með meiri afköstum.
-
Þessi vinna hentar jafn vel nýjum teymum, teymum sem eru búin að vera lengi saman, teymum sem eru að sameinast og einnig þegar verið að endurbyggja sig eftir erfiðleika.
-
> Breytingastjórnun og innleiðing
Stendur fyrirtækið frammi fyrir breytingum? Er kominn tími á breytingar og ekki vitað hvar á að byrja?
-
Þegar fyrirtæki fara inn í breytingar, þá skiptir öllu máli hvernig staðið er að breytingum frekar en hvaða breytingar er verið að framkvæma. Í þessari þjónustu vinnu ráðgjafinn með stjórnendanum/stjórnendunum í að stilla upp bæði breytingaráætluninni og innleiðingunni, þannig að það vinni vel saman.
> Markþjálfun í stjórnun
Stjórnendur sem kunna að nýta sér tækni markþjálfunar gengur betur með samskipti við undirmenn og yfirmenn. Markþjálfunin kennir að nota spurningartæknina til að komast til botns í erfiðum málum, vinna skilmerkilega í verkefnum og ná fram því besta í undirmönnum eða samstarfsfólki.
> NBI greining
-
Hvernig við bregðumst við breytingum, bregðumst við öðrum, tökum ákvarðanir, eigum samskipti, veljum okkur störf, stjórnum fólki og ölum upp börnin okkar – það veltur allt á því hvernig við hugsum. Kostirnir sem fylgja því að skilja sitt eigið hugsnið eru meðal annars að mynda betri tengsl, taka betri ákvarðanir, vera umbyrðalyndari gagnvart sjálfum sér og öðrum.
-
Til að skilja hugsnið okkar þurfum við að nota vottað og vel rannsakað mælitæki, Neethling-hugmælitækið („Neethling Brain Instrument“), NBI. Sjá nánar.
> 360° frammistöðumat
-
Í dag vita fyrirtæki að þeirra sterkasta auðlind er mannauðurinn. Í 360° mati er verið að meta frammistöðu starfsmannsins úr ýmsum áttum, eftir því hverja starfsmaðurinn er í mestum samskiptum við, t.d. næsti stjórnandi, samstarfsfólk, undirmenn og viðskiptavinir. Það er því mjög mikilvægt að rétt sé staðið að matinu, undirbúningi og framkvæmd, þannig að niðurstöðurnar séu nýttar til varanlegra betrumbóta sem leiða til aukins árangur og aukinnar starfsánægju. Sjá nánar