top of page

NBI - greining

Hvernig við bregðumst við breytingum, bregðumst við öðrum, tökum ákvarðanir, eigum samskipti, veljum okkur störf, stjórnum fólki og ölum upp börnin okkar – það veltur allt á því hvernig við hugsum. Kostirnir sem fylgja því að skilja sitt eigið hugsnið eru meðal annars að mynda betri tengsl, vera virkari þátttakandi í teymisvinnu, taka ákvarðanir, vera umbyrðalyndari gagnvart sjálfum sér og öðrum. Með því að skilja sitt eigið hugsnið, þá erum við öflugri í að taka ákvarðanir sem skila þeim markmiðum sem við viljum og það gefur okkur byr undir báða vængi tl að velja í lífinu starfsferil, maka, vini, námið eða hvað eina annað sem skilar okkur uppbyggilegra og meira gefandi einkalífi og atvinnulífi.

Til að skilja hugsnið okkar þurfum við að nota vottað og vel rannsakað mælitæki, Neethling-hugmælitækið („Neethling Brain Instrument“), NBI™, sem veitir grunn áreiðanlegra upplýsinga um hughneigðir og skilgreiningu á heildarhugsun. NBI-greiningar hafa verið í stöðugri þróun síðan 1981 og byggja á vísindalegum grunni og viðamiklum rannsóknum. Höfundurinn er Dr. Kobus Neethling sem er með sex háskólagráður, þ.á.m. tvær meistaragráður og doktorsgráðu í greiningu og þróun á skapandi hegðun. Þúsundir ráðgjafa um allan heim nota NBI-greiningar til að skapa virðisauka fyrir viðskiptavini sína og fyrirtæki nota þær við þróun mannauðs. Einnig eru þær notaðar af háskólum í 4 heimsálfum sem hluti af inntökuferli nýnema.

 

NBI-hugsnið gefa vísbendingar um:

  • hvað er okkur mikilvægt

  • hvernig við tökum ákvarðanir

  • hvernig við forgangsröðum

  • hvernig við eigum samskipti

  • hvað lætur okkur líða óþægilega

  • hvaða aðstæðum okkur líður vel í

  • hvernig við stundum viðskipti

  • hvernig við leysum vandamál

  • hvernig við myndum tengsl við annað fólk

Til að við getum orðið skilvirkari – bæði persónulega og í atvinnulífinu – þurfum við að skilja hughneigðir okkar betur. Þegar hughneiðgir eru skoðaðar er mikilvægt að hafa í huga:

  • Ekkert hugsnið er gott eða slæmt, rétt eða rangt.

  • Hughneigð er ekki það sama og færni – maður hefur mögulega áhuga á einhverju en er ekki mjög góður í því og öfugt.

  • Hátt skor í einhverjum fjórðungi þarf ekki að þýða að þú hneigist til ALLRA þátta þess fjórðungs. 

  • Hugsnið getur breyst, en aðeins ef fyrir því er sterk ástæða. 

  • Maður getur þróað hugsun sína í fjórðungum sem maður hneigist minna til með skapandi hugæfingum.

NBI greingar eru samt mjög auðskiljanlegar og sá sem tekur NBI greiningu er fljótur að læra og skilja NBI-fræðin til að beita þekkingunni sér til hagsbóta í raunverulegum aðstæðum.

Kobus Neethling og teymi hans hefur unnið að NBI™ þannig að það er orðið mjög fágað og háþróað. 8 vídda líkanið af hughneigðum gefur kost á djúpri innsýn í hugsnið einstaklinga og hópa. Til glöggvunar og til að veita smá innsýn í hvað má lesa úr NBI-hugsniði með einföldum hætti er hér smá listi yfir hvað einkennir þá sem hafa ríka hughneigð í eftirtöldum ferningum:

NBI litir.png
bottom of page