top of page
Running Group

Markþjálfun

Í nútímaheimi þar sem eini stöðugleikinn er stöðugar breytingar, þá hentar markþjálfun einstakleg vel því hún er öflugt breytingarstjórnunartæki. Þess bera vitni þau fyrirtæki sem hafa innleitt markþjálfunaraðferðir inn í stjórnunarmenningu síns fyrirtækis og nota markþjálfun sem verkfæri fyrir sín teymi og stjórnendur til að ná hámarksárangri.

Markþjálfun fyrir einstaklinga

Image by Adam Winger

Margir af fremstu stjórnendum viðskiptalífsins nota markþjálfun. Þetta gerir stjórnandanum kleift að skoða hugmyndir og hindrandir í fullkominni ró og trúnaði. Þetta gerir stjórnandann miklu færari í ákvarðanatöku og afkastameiri. Einnig færir markþjálfun stjórnandanum aukna sjálfsvitund, þekkingu og tilfinningagreind.

 

Eitt af aðaleinkennum markþjálfunar er að hún fer undir yfirborðið og skoðar hvað er mikilvægt að vinna að og hvað er síður mikilvægt. Þetta stuðlar að upplýstari ákvörðunartöku, eykur þannig skilvirkni stjórnandans og fyrirtækisins alls.

Á sama hátt er hægt að nýta markþjálfun fyrir teymi, þannig að teymið njóti góðs af markþjálfun. Fyrir teymi sem er mikilvægt að vinni sterkt saman, þá er markþjálfun mikilvæg aðferð til að draga fram mikilvæg markmið teymisins og hvaða leiðir henta best fyrir þetta teymi að fara. Markþjálfunaraðferðafræðin er þannig öflug í stefnumótandi vinnu fyrir teymi til að ákveða hver séu meginmarkmið og hvernig sé best að ná þeim.

 

Ein leiðin til að nýta markþjálfun er að spinna saman teymismarkþjálfun og stjórnendamarkþjálfun. Þannig yrði markþjálfunin notuð til að vinna með teyminu að markmiðum og þeim verkefnum sem þarf að vinna að því að ná þeim. Síðan væri stjórnandinn í markþjálfun til að fylgja málunum eftir.

 

Áhersla er á opin og heiðarleg samskipti. Full þagmælska og trúnaður ríkir um allt sem fer fram í markþjálfun og annað sem markþjálfinn fær upplýsingar um hjá fyrirtækinu.

 

Vottaður Markþjálfi er hluti af International Coach Federation, alþjóðasamtök markþjálfa með deild á Íslandi, Iceland Charter Chapter og Markþjálfinn fer eftir alþjóðlegum siðareglum ICF

Markþjálfun fyrir stjórnendur og teymi

Markþjálfun er orðin mjög vinsæl um allan heim sem viðurkennd aðferðafræði og hefur fest sig í sessi hérlendis undanfarin ár vegna þess að hún skilar afburða árangri fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Í nútímaheimi þar sem eini stöðugleikinn er stöðugar breytingar, þá hentar markþjálfun einstakleg vel því hún er öflugt breytingarstjórnunartæki.

 

Markþjálfun (Coaching) er skemmtilegt og krefjandi ferli fyrir alla sem vilja vera upp á sitt besta og nýta líf sitt til að njóta þess eins mikið og hægt er. Markþjálfun er samtal sem vinnur með einstaklingnum að finna hvaða leiðir í lífinu hann vill fara og hvaða breytingar hann þarf að gera til að ná fram þeim breytingum.

 

Markþjálfun getur snúist um hvað eina sem þú vilt, t.d. heilsu, fjármál, samskipti, atvinnu. Viðfangsefnin eru jafn misjöfn og markþegarnari eru. Enginn veit betur en þu hvað er þér fyrir bestu, þess vegna er meginþema markþjálfunar virðing fyrir einstaklingnum og framtíðaráætlunum hans.

Image by Clayton Cardinalli

Hvað er markþjálfun og hvað er hún ekki?

Image by Marvin Meyer
  • Markþjálfun er fyrir fólk sem vill ná fram breytingum í lífi sínu.

  • Markþjálfun er aðferðafræði sem hjálpar einstaklingum að nýta sýna eigin styrkleika til að ná fram eftirsóttum breytingum.

  • Markþjálfi er ekki ráðgefandi og markþjálfinn segir einstaklingnum ekki hvað hann á að gera eða hvað hann á ekki að gera.

  • Markþjálfun fer þannig fram að í upphafi er farið yfir ástæður þínar fyrir að vera í markþjálfun og hvert er þitt lokamarkmið með þvi. Hver tími hefst á því að þú ákveður hvað þú vilt fá út úr tímanum þann dag og við vinnum svo með það þar til að lokamarkmiðinu er náð.

  • Mikilvægt til að fá sem mest út úr markþjálfun, er að vera opinskár og viðkvæmur, þ.e. leyfa sér að segja hugsanir sínar, hér er tækifærið til að segja það sem þú vilt ekki segja vinum sínum.

Hvert er hlutverk markþjálfans og markþegans?

  • Hlutverk markþjálfans er aðstoða markþegann við það sem hann vill ná fram með því að spyrja spurninga og skora á markþegann.

  • Hlutverk markþjálfans er að vera áskorandi við markþegann, þannig að hann nýti styrkleika sína og tækifæri til hins ýtrasta.

  • Hlutverk markþegans er að setja fram ástæðu hans fyrir að nýta sér markþjálfun.

  • Hlutverk markþegans er að framkvæma það sem þarf til  að ná fram þeim breytingum sem stefnt er að.

  • Markþeginn stjórnar ferðinni og getur hvenær sem er ákveðið að breyta markmiðunum sem verið er að vinna með.

  • Áhersla á opin og heiðarleg samskipti á báða bóga. Full þagmælska og trúnaður ríkir um allt sem fer fram á milli markþegans og markþjálfans.

  • Vottaður Markþjálfi er hluti af International Coach Federation, alþjóðasamtök markþjálfa með deild á Íslandi, Iceland Charter Chapter og Markþjálfinn fer eftir alþjóðlegum siðareglum ICF

bottom of page