top of page

360° frammistöðumat

Í dag vita flest fyrirtæki að þeirra sterkasta auðlind er mannauðurinn. Því er afar mikilvægt fyrir árangur fyrirtækisins að laða til sín öflugt starfsfólk og hámarka hæfni þeirra. Fyrirtækja vilja því fylgjast vel með frammistöðu starfsfólks síns á öllum sviðum fyrirtækisins og þá ekki síst frammistöðu stjórnenda.

Í 360° mati er verið að meta frammistöðu starfsmannsins úr ýmsum áttum, eftir því hverja starfsmaðurin er í mestum samskiptum við, t.d. næsti stjórnandi, samstarfsfólk, undirmenn og viðskiptavinir.

Þetta mat er mjög mikilvægt fyrir starfsmanninn og gefur honum upplýsingar um hvar helstu styrkleikar hans og umbótatækifæri liggja í augum annarra. Það er því mjög mikilvægt að rétt sé staðið að matinu, undirbúningi og framkvæmd, þannig að niðurstöðurnar séu nýttar til varanlegra betrumbóta sem leið til aukins árangur og aukinnar starfsánægju.

bottom of page