top of page
Beautiful Landscape

Umsagnir viðskiptavina

Þóra Valný hefur haldið fjölda námskeiða fyrir Landsbankann til að þjálfa starfsfólk í ýmis konar hæfni, fjármálaráðgjöf, tímastjórnun, verkefnastjórnun og fleiru. Námskeiðin fengu alltaf gott mat, efnistök þóttu fjölbreytt og Þóra Valný vel undirbúin og leiðbeindi af innlifun.

Sem verkefnastjóri tók hún þátt í að innleiða stefnumótunarvinnu fyrir bankann og stýrði breytingum af ýmsum toga fyrir flest svið bankans.

Sem vörurstjóri sá hún um að þróa og innleiða nýjungar ásamt því að þjálfa starfsfólk í notkun þeirra.

Hún sá um viðburðastjórnun, hélt heilstæða starfsdaga og þjálfundardaga.

Baldur Gísli Jónsson fyrrv. mannauðsstjóri Landsbankans

“Það var jákvætt skref fyrir mig persónulega og fyrirtækið mitt að leita til Þóru Valnýjar á tímamótum í lífinu, þegar ég vildi stefna hærra. Markþjálfunin hjálpaði mér að finna lausnir og leiðir fyrir drauma mína og hugmyndir. Ég fann meiri mun á framtakssemi, afkastagetu og jákvæðum viðhorfsbreytinum en ég átti von á. Þessi aðferðafræði fær mín bestu meðmæli enda er þekking Þóru á markþjálfun einstök.”

Linda Hilmarsdóttir framkvæmdastjóri Hress Heilsurækt

“Það sem ég er lánsöm og þakklát!! Er búin að eiga frábæra daga í detox / heilsudvöl hér á Hótel Örk. Dagskráin er eins og sniðin fyrir mig: núvitund, hugleiðsla, slökun, jóga nidra, sjálfs dáleiðsla (sem er toppurinn), sund, göngutúrar, fræðsla og umræður um svo marft sjálfseflandi og eins þakklæti og sjálfs vinsemd. Allir leiðbeinendur virkilega færir og hópurinn sem hefur verið með mér alveg dásamlegur. Já og svo er ég búin að borða fullt af grænmeti auðvitað. Ég hef nú gert ýmislegt heilsutengt en ég held að þetta sé það besta sem ég hef gert fyrir mig!! Gæti ekki verið ánægðari og langaði bara að deila því með heiminum."

 Sigríður Ragna Jóhannsdóttir þátttakandi í detox

“Ég kynntist Markþjálfun þegar ég sótti þjálfun til Þóru Valnýjar. Ég hefði ekki trúað hversu ótrulegt tæki markþjálfun er, hvort sem er til að raða á hillurnar eða takast á við áskoranir. Það skiptir einnig miklu máli hversu öflugur markþjálfinn er og Þóra Valný hefur mikla reynslu á þessu sviði svo ég fékk mikið út úr þjálfuninni.”

Sigrún Sæmundsdóttir útibússtjóri Landsbankanum

“Ég mæli hiklaust með Þóru Valnýju markþjálfa. Ég fór í markþjálfun til hennar til að fá aðstoð við ákvarðanatöku á tímamótum. Með því að fá aðstoð við að forgangsraða og einblína á þá þætti sem mestu máli skipta varð niðurstaðan augljós og ákvörðunin auðveld.”

Gerður Sigtryggsdóttir sparissjóðsstjóri

“Ég byrjaði í markþjálfun hjá Þóru Valný 2014 og sótti til hennar 10 tíma. Með tímunum hjá Þóru Valný öðlaðist ég skýrari framtíðarsýn varðandi vinnu og persónuleg mál. Ég lærði að nýta styrkleika mína betur og setja mér skýr markmið með drauma mína. Ég get mælt með Þóru Valný því hún hefur hlýja og góða nærveru.”

Auður Sigurjóna Jónasdóttir verslunarstjóri

“Ég eyddi viku í Detox á Hótel Örk og kom endurnærð til baka. Umhverfið er fallegt og var frábært að hafa alla þessa göngustíga og útivistarsvæði til að rannsaka. Dagskráin var vel skipulögð með góðu jafnvægi á hreyfingu, máltíðum, fræðslu og hvíld. Ég losnaði við sykurlöngun og lærði ýmislegt til að bæta andlega og líkamlega heilsu. Hópurinn var góður og tíminn flaug áfram. Það var svo óvæntur bónus að missa 4 kg á þessari viku sem hafa ekki komið aftur nú viku seinna. Kærar þakkir fyrir mig.”

Kristín Guðbjörg Snæland þátttakandi í detox 

bottom of page