top of page
Office with a View

Um Val og virði

Breytingar verða - breytingar gerðar

Val og virði býður fyrirtækjum og einstaklingum upp á virðisaukandi þjónustu af ýmsu tagi en sammerkt með allri þjónustu er að veita virði til þín til að þú njótir varanlegra breytinga til góðs fyrir þig og/eða fyrirtæki þitt.

Þóra Valný Yngvadóttir er stofnandi og eigandi Val og virði. Hún starfar sem fyrirlesari, ráðgjafi og markþjálfi. Hún hefur yfir 20 ára reynslu af fjármálaráðgjöf, vöruþróun, innleiðingu, breytingastjórnun, tímastjórnun, verkefnastjórnun, markþjálfun, námskeiðum og fyrirlestrum í fjármálageiranum.

„Ég varð fljótlega vör við að það lá vel fyrir mér að halda námskeið og þjálfa starfsfólk. Mér líður vel í því hlutverki, finn fyrir eldmóði og móttökur hafa verið frábærar. Síðustu námskeið sem ég hélt skiluðu heildaránægju 9,2 að meðaltali sem ég er afskaplega þakklát fyrir. Þess vegna ákvað ég að leggja kraftana þar sem styrkleikarnir eru mestir og því stofnaði ég Val og virði."

Þóra Valný er viðskiptafræðingur frá Oxford Brookes University og tók vottun frá viðskiptaráðuneyti Bretlands í fjármálaráðgjöf (Financial Planning Certificate). Eftir að hafa starfað í nokkur ár við fjármálaráðgjöf í Englandi flutti hún heim til að stýra söludeild Kaupþings, þar sem hún tók löggildingu í verðbréfaviðskiptum og diploma í stjórnun. Hún hefur unnið mikið við lífeyrismál, hannað og þróað lífeyrisþjónustur, þjálfað ráðgjafa/þjónustufulltrúa í lífeyris- og fjármálaráðgjöf í Kaupþingi og Landsbankanum.

Þóra Valný er með vottun í verkefnastjórnun og var verkefnastjóri í Landsbankanum í fjölda ára þar sem hún stýrði stefnumótun, innleiddi agile, scrum, leiddi vinnustofur, stýrði stefnumótun, innleiddi breytingar og margt fleira. Þá hélt hún námskeið í Opna háskólanum og víðar í atvinnulífinu í verkefnastjórnun, tímastjórnun og persónulegri stefnumótun.

Þóra Valný tók réttindi í Markþjálfun frá Háskólanum í Reykjavík 2014, er með ACC vottun frá International Coach Federation, hefur lokið framhaldsnámi í markþjálfun hjá Profectus og hefur réttindi fyrir NBI greiningar. Hún hefur starfað sem vörustjóri fjármálaráðgjafar í Landsbankanum þar sem hún hefur hannað, innleitt og haldið námskeið um fjármálaráðgjöf. Hún var í 8 ár í stjórn Lífeyrissjóðs bankamanna.

Þóra Valný er talsmaður þess að nota nútímaaðferðir til að finna eldmóð hvers og eins til að ná hámarksárangri í lífi og starfi. Valið er mikilvægasta verkfæri okkar og því mikilvægt að velja það sem færir hverjum og einum hámarksvirði til að lifa og njóta sín til fulls. Ástríða hennar er að leiða hópa og einstaklinga að markmiðum sínum til að blómstra.

Þóra Valný.jpg

Þóra Valný Yngvadóttir

  • Facebook
bottom of page