top of page
Empty Classroom

Fyrirlestrar, vinnustofur og námskeið

Í boði eru fyrirlestar, vinnustofur og námskeið um ýmis mikilvæg málefni. Stundum getur hentað vel fyrir fyrirtæki að fá stuttan og skemmilegan fyrirlestur t.d. inn á morgunfundi. En stundum hentar betur að fara dýpra í málin og þá henta vinnustofur eða námskeið betur.

Vinsælustu námskeiðin

Image by NeONBRAND
Image by krakenimages

> Styttri vinnuvika - tímastjórnun

Á þessari vinnustofu er farið með skipulagseiningum í að breyta vinnuaðferum og skipulagi með áherslu á að stytta vinnutímann, án þess að auka álag eða minnka afköst.

 

>Meiri sala - styttri sölutími

Þetta námskeið hefur gefist gríðarlega vel fyrir fyrirtæki sem vilja auka söluna, stytta sölutímann og auka ánægju viðskiptavina. Námskeiðið er sérsniðið að hverju fyrirtæki fyrir sig og áherslan er lögð á að þarfagreina viðskiptavininn og hjálpa honum að finna út hvað skiptir hann mestu máli. 

> Val og virði - árangursstjórnun

Hér er verið að skoða þá staðreynd að öll eigum við val í lífinu. En erum við að velja það sem er okkur mikils virði? Hvernig getum við stillt okkur inn á að val og virði séu á sömu rás. Þegar ná á árangri þá skiptir miklu máli að þetta sé samstillt. Því hvernig getum við náð árangri ef markmiðið er ekki eitthvað sem er okkur mikils virði?

> Fjármálin þín

Ertu að nýta peningana þína í það sem skiptir þig mestu máli? Viltu öðlast meiri þekkingu á fjármálum og ná enn betri nýtingu á peningunum sem þú vinnur hörðum höndum fyrir?

Vinsæl námskeið

bottom of page