
Meiri sala
styttri sölutími
Viðskiptavinamiðuð sölutækni
Námskeið til að auka sölu, stytta sölutíma og auka ánægju viðskiptavina
Markmið
Markmið námskeiðsins er að auka sölu, stytta sölutímann og auka ánægju viðskiptavina. Markmiðið er að breyta aðferðum við söluna frá vörukynningu yfir í þarfagreiningartækni. Námskeiðið nýtist best þegar söluráðgjafar deildarinnar koma saman á námskeiðið.
Það sem þátttakendur fá á námskeiðinu
Þátttakendur læra að nota þarfagreiningartækni til að finna út hvað viðskiptavinurinn hefur áhuga á og að sníða vörukynninguna út frá þeirri þarfagreiningu. Á námskeiðinu vinnur hópurinn saman að því að finna út hvaða spurningatækni henti fyrir þeirra kúnnahóp og þeirra tegundir af vörum. Á námskeiðinu fá þátttakendur verkfæri til að nýta í framtíðinni til að festa hæfnina í sessi og viðhalda því sem fer fram á námskeiðinu.
Innihald
Viðskiptavinamiðuð sölutækni felur í sér áherslu á aðferðina “Ráðgjöf -sala – þjónusta” þar sem óttinn við söluna er tekinn út með því að sjá hve góð þjónusta er að bjóða góða ráðgjöf sem hentar viðskiptavinum. Unnið er í hópum og líka hver einstaklingur fyrir sig.
Meðal þess sem er kennt:
-
Breytingastjórnun
-
Viðbrögð við breyttum vinnubrögðum
-
Frumkvæði
-
Byggja brú
-
Nýsala
-
Krosssala
-
Þarfagreining
-
Spurningartækni
-
Mótbárur
-
Lokun
Fyrir hverja
Námskeiðið hentar vel fyrir allar þjónustudeildar og söludeildir, smáar sem stórar sem vilja auka sölu, stytta sölutímann og auka ánægju viðskiptavina. Námskeiðið hentar jafn vel fyrir reynda söluráðgjafa og nýja söluráðgjafa.
Fyrirkomulag
Námskeiðið er sérsniðið að því fyrirtæki sem um ræðir.
Tímalengd fer eftir þörfum; stærð og flækjustigi vörunnar.
T.d. 3-4 tíma námskeið.