Styttri vinnuvika
Betri tímastjórnun
Markmið
Markmið vinnustofunnar er að stytta vinnutímann, með því að vinna skilvirkara og nýta vinnutímann betur. Námskeiðið nýtist best þegar skipulagsheildir taka sig saman um að fara saman á námskeiðið.
Hvað fá þátttakendur á námskeiðinu?
Að námskeiði loknu hafa þátttakendur lært aðferðir til að nýta tímann betur og vinna skilvirkara. Hópurinn hefur gert með sér samkomulag um hvernig þau vilja vinna sem teymi til að nýta tímann betur. Einnig munu þau fá nýja sýn á tímann, hvað hann er og ganga þannig frá námskeiðinu með innbyggðan áttavita á tímastjórnun sína. Á námskeiðinu fá þátttakendur verkfæri til að nýta í framtíðinni til að festa þekkinguna í sessi og viðhalda því sem fer fram á námskeiðinu.
Hvers vegna styttri vinnuvika og bætt tímastjórnun?
Mikið er um það talað í nútímasamfélagi hvað allir vinna mikið og forgangskrafa allra er styttri vinnutími. Á sama tíma vilja fyrirtækin ekki endilega minni framleiðni. Eina færa leiðin til að mæta þessu er með því að auka skipulag og skilvirkni. Með því að læra að nýta tímann betur, þá öðlumst við ekki eingöngu meiri tíma til að njóta lífsins, heldur líka meiri hugarró og þar af leiðir minni streita sem er markmið okkar allra.
Innihald
Á námskeiðinu er farið yfir tímann og hverjir eru helstu tímaþjófarnir. Unnið er í í hópum og hver einstaklingur fyrir sig. Hóparnir skoða saman hvernig hægt er að nýta tímann betur og einstaklingurinn skoðar hjá sér hverju hann getur breytt og hverju hann vill breyta.
Meðal þess sem er kennt:
-
Virði tímans
-
Tímaþjófar
-
Viðhorf til tímans
-
Tæki tímastjórnunar
-
Skipulagsaðferðir
-
Fundartækni
-
Tæknivæðingin
-
Rafræn samskipti
-
Mikilvægt – áríðandi greining
-
Samkomulag
Fyrir hverja
Námskeiðið hentar vel fyrir allar skipulagsheildir í fyrirtækjum eða stofnum, smáar sem stórar sem vilja vinna skilvirkar, nýta tímann betur og minnka streitu.
Fyrirkomulag
Vinnustofan er sérsniðin að þeirri deild sem um ræðir.
Algengast er að taka 2 skipti u.þ.b. 3 tíma hvert skipti,
en getur verið lengt eða stytt eftir þörfum.
Nemendur fá verkefni á milli tíma til að prófa aðferðirnar og fara yfir hvað virkar.