Operation Kjörþyngd

VILTU LÉTTAST?

Squash Player

Hvað er kjörþyngd? Flestir eru sammála um að það sé heilsusamlegt að vera í kjörþyngd. Aftur á móti eru mismunandi skoðanir á því hvað sé rétt mæling á kjörþyngd. Á þessu námskeiði höfum við þetta einfalt, þín kjörþyngd er sú þyngd sem þér finnst heilsusamleg fyrir þig og þér líður vel í. 

Hér erum við að vinna með hugann með nýjum aðferðum markþjálfunar. Grunnurinn í markþjálfun er mikilvægi þess að valdefla einstaklinginn, frekar en að segja honum hvað hann á að gera. 

 

Á námskeiðinu eru teknar fyrir þær sjálfshindranir og vanahugsanir sem hafa hindrað árangur þinn hingað til og boðnar leiðir til að vinna með þær. Einnig verður farið í val og virði. Ert þú að velja það sem er þér mikils virði? Hve mikils virði er það þér að velja það sem er gott fyrir þig? Kjarninn er að þú hefur alltaf val.

 

Við byggjum á aðferðafræði breytingarstjórnunar til að gera áætlun og framkvæma þær breytingar sem við viljum framkvæma. Það gerir vegferðina skýra, öfluga og markvissa.

Markmið

Markmið námskeiðisins er breyting á venjum og viðhorfi sem gerir þátttakandanum kleift að léttast á skynsamlegan hátt á eigin forsendum. 

Hvað fá þáttakendur á námskeiðinu?

Að námskeiði loknu hefur þú öðlast nýtt viðhorf, lært að tækla þreyttar vanahugsanir og lært að takast á við áskoranir. Þú hefur sett upp áætlun sem hentar þér, lært aðferðir til að standa við loforð þín, og verkfæri til að sigra hindranir.

Innihald

Meðal annars:

·         Breytingastjórnun

·         Loforð

·         Styrkleikar

·         Þakklætisvenjur

·         Sjálfsvinsemd

·         Venjuhugsun

·         Árangursáætlun

·         Afstaða

·         Hindranaáætlun

·         Val og virði

Fyrir hverja

Alla sem sem vilja að léttast, komast í sína kjörþyngd og hugsa vel um heilsu sína til lífstíðar.

Fyrirkomulag

Námskeiðið er vikulega 2,5 klst í senn í 3 vikur

Eftifylgni í 4 mánuði í lokuðum hóp með mánaðarlegum tíma á zoom. 

Verð 19.900 kr.