Fjárhagsleg heilsa

Stacks of Coins

Fjárhagsleg heilsa er ein af mikilvægu þáttunum í góðri andlegri heilsu og almennri vellíðan. Að öðlast þá tilfinningu að þú sért við stjórnvölinn í þínum fjármálum er hluti af því að hafa þá tilfinningu að þú sért við stjórnvölinn í eigin lífi. Það gerir einstaklinginn hæfan til að taka ákvarðanir og bera ábyrgð á velferð sinni.

Markmið

Markmið námskeiðisins er að auka fjárhagslegt öryggi einstaklingsins og gera honum kleift að vera sinn eigin fjármálastjóri.

Hvað fá þáttakendur á námskeiðinu?

Að námskeiði loknu hafa þátttakendur næga þekkingu til að setja sér markmið og stýra sínum fjármálum af öryggi til að uppfylla þau markmið. Þannig hefur einstaklingurinn fjármálin í sínum höndum, líður vel með þau og er í stakk búin að taka ákvarðanir um hvernig hann vill ráðstafa sínum fjármunum, þannig að þau þjóni hans hagsmunum sem best.

Innihald

Á námskeiðinu er farið yfir meginstoðir í fjárhagslegu öryggi, farið er yfir hvaða þætti er mikilvægt að skoða og hvaða tækifæri standa til boða. Á námskeiðinu skoða þátttakendur hverja stoð hjá sér og setja sér markmið.

Meðal þess sem er kennt:

 • Markmiðasetning

 • Möguleikar í sparnaði

 • Úrræði í íbúðakaupum

 • Mismunandi tegundir lána

 • Tryggingarvernd

 • Lífeyrisréttindi

 • ÁHK árleg hlutfallstala kostnaðar

 • Tegundir vaxta

 • Grundvallartryggingar

 • Greiðsluleiðir

 • Fjárhagsáætlun

 • Yfirsýn yfir útgjöld og eyðslu

 • Fjárhagserfiðleikaúrræði

Fyrir hverja

Námskeiðið hentar öllum einstaklingum sem vilja öðlast þekkingu á hvaða tækifæri standa til boða til að nýta sína fjármuni þannig að þeir þjóni hans hagsmunum og markmiðum. Ekki þarf að hafa neina undirbúningsþekkingu til að námskeiðið nýtist, námskeiðið nýtist bæði þeim sem hafa áður lært eitthvað um fjármál og þeim sem ekki hafa áður lært um fjármál.

Fyrirkomulag

Kennt er í 2 klst í senn 2 x í viku í 2 vikur = 8 klst

Verð 19.900 kr. 

Námskeiðið er í fjarnámi á TEAMS og fá þátttakendur sendan link.

Flest stéttarfélög endurgreiða námsgjöld í svona námskeið.