top of page

Fjárhagsleg heilsa

 • Langar þig að fá meira fyrir peningana þína?

 • Langar þig að nota meira af peningunum þínum til að gera það sem þig langar til?

 • Langar þig að spara til að láta drauma þína rætast? 


Hægt er að fá námskeiðið í staðarkennslu eða fjarnámi fyrir stofnanir, vinnustaða og hópa.

Senda 1 (2).png

Fjárhagsleg heilsa - fjárhagsleg úttekt

Á þessu námskeiði er gerð heilsuskoðun á fjármálunum. Farið ofan í hvern lið fyrir sig, hann tekinn út og úrbætur gerðar til að öðlast framúrskarandi fjárhagslega heilsu og viðhalda henni.

Eins og við förum með bílinn í skoðun árlega, þá er einnig mikilvægt að fara með fjármálin í úttekt.  Á námskeiðinu ferðu yfir fjármálin og tekur stöðuna á hverjum lið fyrir sig og gerir nauðsynlegar breytingar til að peningarnir nýtist þér sem allra best eða fullvissar þig um að þetta sé eins og best verður á kosið

 

Fjárhagsleg heilsa felur í sér að fjármálin þín eru þannig í stakk búin að þau uppfylla þín markmið í nútíð og framtíð. Þá ertu með fjárhagslega meðvitund sem þýðir að þú veist nákvæmlega stöðuna á fjármálunum, í hvað þú notar peningana og í hvað þú vilt nota peningana þína í framtíðinni. Á sama hátt og við gætum að almennri heilsu okkar alla daga, þá viljum við fylgjast með fjárhagslegri heilsu okkar alla daga. Því til viðbótar tökum við mánaðarlega stöðuna á fjárhagslegri heilsu og árlega úttekt til að ákveða hvaða breytingar þarf að gera með breyttum aðstæðum í lífinu eða áherslum.

 

Innifalið í námskeiðinu er m.a.

 • Sparnaðarskipulag og sparnaðaráætlun.

 • Verkfæri fyrir mánaðarlega yfirsýn og bókhald.

 • Verkefni sniðið að þínum aðstæðum.

 • Fjórir uppflettibæklingar um fjármál.

 • Tryggingayfirferð.

 • Lánaverkfæri til að velja íbúðalán sem uppfyllir þínar þarfir.

 

Ávinningur þátttakenda

 • Heilsufarsúttekt á fjármálunum.

 • Þekking og verkfæri til að breyta því sem þarf til að öðlast góða fjárhagslega heilsu.

 • Kunnátta og verkfæri til að viðhalda góðri fjárhagslegri heilsu til frambúðar.

 

Fyrir hverja

Námskeiðið hentar öllum einstaklingum sem vilja taka stöðuna á fjármálunum sínum. Það hentar öllum sem eru tilbúin í að gera nauðsynlegar breytingar til að öðlast framúrskarandi fjárhagslega heilsu. Ekki þarf að hafa neina undirbúningsþekkingu til að námskeiðið nýtist og námskeiðið er gagnlegt bæði þeim sem hafa áður lært eitthvað um fjármál og þeim sem hafa það ekki.

 

Um kennarann

Þóra Valný hefur yfir 25 ára reynslu á fjármálamarkaði sem fjármálaráðgjafi og stjórnandi í Prudential Englandi, Kaupþingi og Landsbankanum. Hún hefur haldið fjölda námskeiða víðsvegar um landið um flest allt tengt fjármálum s.l. 25 ár.

Þóra Valný er viðskiptafræðingur með löggildingarpróf í fjármálaráðgjöf FPC frá viðskiptaráðuneyti Bretlands. Hún er einnig með löggildingu í verðbréfaviðskiptum frá H.R. og ACC vottaður markþjálfi.

Fyrirkomulag námskeiðisins

Kennt er í 2 klst í senn í 4 skipti, eða 2,5 klst í 3 skipti

Hægt er að fá námskeiðið í staðarkennslu eða fjarnámi fyrir stofnanir, vinnustaði og hópa.

 

bottom of page