NBI greining
Hvernig við bregðumst við breytingum, bregðumst við öðrum, tökum ákvarðanir, eigum samskipti, veljum okkur störf, stjórnum fólki og ölum upp börnin okkar – það veltur allt á því hvernig við hugsum. Kostirnir sem fylgja því að skilja sitt eigið hugsnið eru meðal annars að mynda betri tengsl, vera virkari þátttakandi í teymisvinnu, taka ákvarðanir, vera umbyrðalyndari gagnvart sjálfum sér og öðrum. Með því að skilja sitt eigið hugsnið, þá erum við öflugri í að taka ákvarðanir sem skila þeim markmiðum sem við viljum og það gefur okkur byr undir báða vængi tl að velja í lífinu starfsferil, maka, vini, námið eða hvað eina annað sem skilar okkur uppbyggilegra og meira gefandi einkalífi og atvinnulífi.
NBI-hugsnið gefa vísbendingar um:
-
hvað er okkur mikilvægt
-
hvernig við tökum ákvarðanir
-
hvernig við forgangsröðum
-
hvernig við eigum samskipti
-
hvað lætur okkur líða óþægilega
-
hvaða aðstæðum okkur líður vel í
-
hvernig við stundum viðskipti
-
hvernig við leysum vandamál
-
hvernig við myndum tengsl við annað fólk
360° mat
360° mat hjá Val og Virði er hannað sérstaklega fyrir hvert fyrirtæki þar sem áhersla er á undirbúningi til að tryggja að niðurstöðurnar nýtist til breytinga og verði ekki bara skýrsla ofan í skúffu. Rík áhersla er lögð á eftirfylgni eftir matið og mikilvægi þess að innleiða breytingar til úrbóta.