top of page

Leiðbeinendur

Þessir sérfræðingar leiða þátttakendur í gegnum detox og slökun.

Þóra Valný.jpg

Þóra Valný Yngvadóttir

Þóra Valný Yngvadóttir er Markþjálfi ACC og hefur í mörg ár notað markþjálfun og tímastjórnun til þjálfunar á námskeiðum og í einstaklingsviðtölum. Hún hefur haldið fjölda námskeiða fyrir fyrirtæki víðsvegar í atvinnulífinu og í Opna Háskólanum m.a. persónulega stefnumótun, tímastjórnun, söluráðgjöf og verkefnastjórnun. 

Ingunn.jpg

Ingunn Bjarnadóttir

Ingunn er Höfuðbeina og spjaldhryggs meðferðaraðili eða Cranio sacral therapist og býður upp á meðferð bæði í vatni og á bekk .

Ingunn lærði hjá Upledger skólanum á Íslandi og er að bæta við það nám reglulega, hún er einnig Jógakennari og Íþróttafræðingur.

158891606_257815685960628_87832861663779

Kristín Snorradóttir

Kristín tekur okkur í djúpslökun í jóga nidra.

Kristín er jóganidrakennari sem er útskrifuð með réttindi frá Amrit instituion undir leiðsögn Kamini Desai  í I AM YOGA NIDRA einnig hefur hún lokið I AM YOGA NIDRA ADVANCE sem er dýpra nám í fræðunum.

Hún hefur kennt jóga nidra við góðan orðstír auk þess að vera virtur dáleiðari og markþjálfi.

158843799_187155969845812_4731412685925233430_n.jpg

Helga Björk Bjarnadóttir

Helga býður þátttakendum upp á sogæðanudd og flestar almennar nuddmeðferðir á hótel Örk á meðan á dvölinni stendur.

Hún er heilsunuddari, markþjálfi og jógakennari og starfar við heilsunudd sem þykir sérstaklega gagnlegt og ánægjulegt.

158848865_794657977924841_28197850328781

Margrét Sigurbjörnsdóttir

Margrét mun sjá um að leiða okkur áfram í núvitundar-hugleiðslu og sýna okkur jákvæð áhrif hennar.

Hún hefur lokið diplómanámi á masterstigi í jákvæðri sálfræði og hefur haldið fyrirlestra og námskeið um núvitund og jákvæða sálfræði. Hún hefur sótt fjölmörg námskeið í núvitund, skrifað lokaverkefni um núvitund og leiðtogafærni, er hugleiðslu- og núvitundarkennari frá School of Positive Transformation.

273056836_942494510039165_5081444351251984063_n.jpg

Guðbjörg Valdimarsdóttir

Guðbjörg sér um leikfimistímana okkar, sem eru áhrifaríkar æfingar með áherslu á liðleika og styrk.

Hún er lærður sjúkraþjálfari og crossfitþjálfari. Guðbjörg hefur þjálfað fólk á öllum aldri allt frá unglingum og upp í eldri borgara. Henni finnst fátt skemmtilegra en að sjá fólk finna gleðina í hreyfingu og finna á eigin skinni hvað það gerir gott. Hreyfing er fyrir alla. Maður þarf bara að finna þá hreyfingu eða útfærslu sem hentar hverjum og einum.

Hafsteinn (2).jpg

Hafsteinn Viktorsson

Hafsteinn leggur áherslu á endurnærandi flæði, tengja saman öndun og hreyfingu og mikilvægi þess að aðlaga iðkunina að hverjum og einum. Hafsteinn hefur sótt fjölda námskeiða í Yoga og hefur verið virkur í ástundun síðastliðin ár. Hann er með 200 tíma kennararéttindi frá Awakening Yoga Foundations frá 2020, hefur nýlokið við Yoga Therapy nám frá Kamini Desai sem og jógakennararéttindi frá Guðjóni Bergmann (2009). Hafsteinn er útskrifaður Bowen tæknir frá 2007. Hann er útskrifaður einkaþjálfari og starfaði sem þjálfari og hóptímakennari hjá World Class á árunum 2007 til 2013. "Þegar við mætum reglulega á mottuna byrja litlu þættirnir sem við lærum að tileinka okkur að nýtast í daglegu lífi.

hasan-almasi-nKNm_75lH4g-unsplash%20Copy
bottom of page