top of page

Áramótaheit; vopn eða vonbrigði?

„Um þessi ára­mót eins og hin fyrri eru mörg okk­ar sem stíga á stokk og strengja ára­móta­heit. Fólk hef­ur mis­mun­andi skoðanir á ára­móta­heit­um; allt frá því að finn­ast þau vera al­ger snilld í að finn­ast þau vera hin mesta vit­leysa,“ seg­ir Þóra Val­ný Yngva­dótt­ir ACC markþjálfi, meðlim­ur í Hoobla og FKA í sín­um nýj­asta pistli:

En hvað eru ára­móta­heit? Jú, þau eru í raun mark­miðasetn­ing fyr­ir nýtt ár. Að setja sér mark­mið get­ur bæði verið gagn­legt og skaðlegt. Það er gagn­legt að horfa fram á veg­inn og setja sér mark­mið til að láta drauma sína ræt­ast, því mikl­ar lík­ur eru á að draum­ar okk­ar ræt­ist ekki ef við ger­um ekk­ert í þeim.

Marg­ir kann­ast við að bera á borð fyr­ir sig sama ára­móta­heitið um hver ára­mót, eini mun­ur­inn er að með hverju ár­inu sem líður verður bit­ur­leika- og von­brigðabragðið enn sterk­ara. Aðrir búa sér til nýtt ára­móta­heit á hverju ári og standa svo leiðir um næstu ára­mót þar sem það náðist ekki. Það gef­ur auga­leið að þetta er ekki hollt and­legri heilsu. Von­brigðin leiða strax til sjálfs­gagn­rýni og sjálfsniðurrifs, sem oft­ast er mjög skaðlegt og ekki aðeins skaðlegt, held­ur er það þannig að á meðan þú ert í sjálfsniðurrifi, þá er mjög erfitt, ef ekki úti­lokað að ná nokkr­um ár­angri.

Hvað er það sem veld­ur því að þú nærð ekki ára­móta­heit­inu/​mark­miðinu þínu? Það hafa verið skrifaðar heilu bæk­urn­ar um mark­miðasetn­ingu og hvernig á að ná mark­miðum sín­um og eru þær flest­ar góðra gjalda verðar. Þar af er „smart“-mark­miðaaðferðin vin­sæl­ust og er mjög góð aðferð. Hún virk­ar samt ekki eða nein­ar aðrar aðferðir ef lyk­il­atriðið er ekki til staðar. Það er aðeins eitt atriði sem skipt­ir höfuðmáli og án þess atriðis, þá ertu aldrei að fara að ná ára­móta­heit­inu þínu!

Þetta atriði er eld­móður! Þegar þú hugs­ar um ára­móta­heitið þitt, eða enn betra, skrif­ar það niður, lang­ar þig þá að hoppa um, dansa og öskra af gleði og til­hlökk­un? Ef svarið við þess­ari spurn­ing er JÁ, þá ertu í góðum mál­um og þú get­ur haf­ist handa við að skrifa það niður ásamt því hvað þú vilt gera til að ná því og lík­urn­ar á að þú náir mark­miðinu eru gíf­ur­leg­ar. Ef NEI, þá þýðir þetta ekk­ert! Ef þér finnst ára­móta­heitið þitt ekki spenn­andi og það fyll­ir þig ekki af eld­móði, af hverju í ósköp­un­um ætt­ir þú þá að fara að nota tíma þinn og orku í að gera allt það sem gera þarf til að ná því?

Það er því um tvennt að velja; annaðhvort hend­ir þú blaðinu og þessu ára­móta­heiti í ruslið og ákveður að þetta verði ekki í lífi þínu, ein­fald­lega af því að þig greini­lega lang­ar ekki til þess EÐA þú breyt­ir viðhorfi þínu. Ef þú hend­ir í ruslið ára­móta­heiti sem er búið að naga þig ár eft­ir ár, þá óska ég þér til ham­ingju með það, því þá hef­ur þú stigið stórt og mik­il­vægt skref í að nýja árið verði þér heilla­ríkt. Ef þú aft­ur á móti vel­ur að þú vilj­ir ekki henda ára­móta­heit­inu í ruslið, því að þetta sé eitt­hvað sem skipt­ir þig máli, þá er ein­fald­lega að hefjast handa við að breyta viðhorf­inu til þess, leita að til­gang­in­um og stilla ára­móta­heit­inu upp þar til þér finnst það svo spenn­andi að þú fyll­ist af eld­móði og hjarta þitt dans­ar af til­hlökk­un.

Sem dæmi þá má nefna ára­móta­heitið „hætta að reykja/​borða syk­ur“ eða hætta ein­hverju. Þeir sem hafa sett upp þetta ára­móta­heit, gera það yf­ir­leitt með kvíðahnút, hræðslu, og alls kon­ar nei­kvæðum til­finn­ing­um sem eiga ekk­ert skylt við til­hlökk­un. Samt vill viðkom­andi þetta endi­lega og þá þarf að leita leiða til að gera ára­móta­heitið spenn­andi. Besta leiðin til þess er að skoða til­gang­inn: „Hvers vegna lang­ar þig þetta?“, „hvað færð þú þegar mark­miðinu er náð?“ Kafaðu dýpra hjá þér og leitaðu að til­gang­in­um, þar til þú finn­ur það sem skipt­ir þig gríðarlega miklu máli og fær hjarta þitt til að dansa, t.d. lykta vel, vera góð fyr­ir­mynd, líða vel í eig­in skinni – svo lengi sem það sem þú skrif­ar niður fær þig til að fyll­ast eld­móði og hlakka til að fara í breyt­ing­arn­ar.

Annað afar vin­sælt ára­móta­heit er að taka á auka­kíló­un­um og þar skipt­ir líka miklu máli að leita að spenn­andi viðhorfi gagn­vart mark­miðinu. Það er varla nokk­ur mann­eskja að fara að hoppa af kæti yfir mark­miðinu „fara í megr­un“, hvað þá yfir ára­móta­heit­inu „ég ætla að reyna að leggja af“. Í þessu er lít­ill eld­móður, þannig að hér þarf að hugsa aðeins dýpra og finn sinn til­gang, finna eld­móðinn: „Hvers vegna lang­ar mig að gera þetta?“, „hvað ger­ir það fyr­ir mig að fram­kvæma þetta ára­móta­heit?“, „hvernig lít­ur lífið út þegar ég fram­kvæmi þetta ára­móta­heit?“ og þannig er hægt að breyta al­ger­lega viðhorf­inu gagn­vart ára­móta­heit­inu, t.d. „ég vil vera hraust/​ur“ „ég vil vera heilsu­sam­leg/​ur“.

Þegar þú ert kom­in/​n með ára­móta­heit sem er spenn­andi og fær þig til að titra af til­hlökk­un þá fyrst get­ur þú haf­ist handa við að skipu­leggja aðgerðirn­ar sem þú vilt fara í til að ná ára­móta­heit­inu. Fyrsta skrefið er að svara spurn­ing­unni „hvað get ég gert til að af því verði?“ Þá skrif­ar þú niður allt sem þér dett­ur í hug að myndi hjálpa þér til að ná þessu ára­móta­heiti og vel­ur svo úr það sem þú vilt gera og veist að þú mun­ir standa við. Síðan held­ur þú áfram að vinna með ára­móta­heitið með því að gera áætl­un um þær aðgerðir sem þú vilt fram­kvæma til að ná ára­móta­heit­inu þínu og skrif­ar á blað eða í bók (ef þú hef­ur ákveðið að kaupa þér fal­lega bók fyr­ir þetta) „hvað“, „hvernig“, „hvenær“ o.s.frv. Það er eins með aðgerðirn­ar og ára­móta­heitið sjálft – reyndu að velja þér viðhorf gagn­vart aðgerðunum sem gagn­ast þér, þannig að þær séu skemmti­leg­ar og aðlaðandi.

Dæmi:

1) Borða aðeins holl­an og góðan mat 2) Hvaða mat­ur er holl­ur sem mér finnst góður 3) Gera viku­leg­an inn­kaupal­ista.

1) Hreyfa mig meira 2) Hvaða hreyf­ing er skemmti­leg og raun­hæf fyr­ir mig 3) Gera viku­lega áætl­un um hreyf­ingu vik­unn­ar.

Ég set fram dæmi um al­geng ára­móta­heit en þau eru auðvitað miklu fleiri og víðtæk­ari. Al­mennt snýst ára­móta­heit hvers og eins um þær breyt­ing­ar sem hann/​hún vill sjá á lífi sínu. All­ar breyt­ing­ar snú­ast um val og virði – að velja að breyta því sem er þér mik­ils virði. Ef þú vel­ur að breyta því sem er þér mik­ils virði að breyta og vel­ur þér viðhorf gagn­vart því sem fær hjarta þitt til að dansa af til­hlökk­un þá verður ára­móta­heitið þér vopn í að láta drauma þína ræt­ast.

Gleðilegt ár og megi 2022 vera árið sem draum­ar þínir ræt­ast og ára­móta­heiti þínu verður náð.









bottom of page