top of page

Ánægjulegt að sjá fólk blómstra

Fyrirtækjum og einstaklingum býðst úrval námskeiða, markþjálfun og ráðgjöf hjá ráðgjafarfyrirtækinu Vali og virði. Í boði eru vinnustofur, námskeið og fleira. Næsta námskeið er í næstu viku.

Val og virði er ungt ráðgjafarfyrirtæki sem býður upp á fjölbreytt námskeið, markþjálfun, ráðgjöf og vinnustofur fyrir bæði fyrirtæki og einstaklinga. Stofnandi og eigandi fyrirtækisins er Þóra Valný Yngvadóttir sem hefur yfir 20 ára reynslu af vöruþróun, innleiðingu, verkefnastjórnun og þjálfun úr fyrri störfum sínum hjá Kaupþingi og Landsbankanum auk þess sem hún hefur haldið námskeið í Opna háskólanum og fyrir fyrirtæki víða í atvinnulífinu. „Ég varð fljótlega vör við að það lá vel fyrir mér að halda námskeið og þjálfa starfsfólk. Mér líður vel í því hlutverki, finn fyrir eldmóði og móttökur hafa verið frábærar. Því ákvað ég að leggja kraftana þar sem styrkleikarnir eru og starfa sjálfstætt og því stofnaði ég Val og virði.“ Lifandi námskeið Fyrirtækjum bjóðast vinnustofur, námskeið og stjórnendamarkþjálfun hjá Vali og virði. „Ég býð upp á NBI greiningu sem er ný og öflug greining til að skoða liðsheildir og hvernig þær vinna saman. Fyrirtækjum standa til boða opin námskeið sem hluti af sínu fræðsluframboði eða sérsaumuð námskeið fyrir sérstök viðfangsefni.“ Hún segist leggja mikla áherslu á að öll námskeið skili virði og varanlegum framförum. „Því skiptir mjög miklu máli að hafa námskeiðin lifandi, með skemmtilegum verkefnum og eftirfylgni til að festa í sessi breytingar. Það er ekkert jafn ánægjulegt og gefandi og að sjá jákvæðar breytingar innan fyrirtækis og sjá fólk blómstra.“ Frábær aðferð Einstaklingum standa til boða námskeið og markþjálfun, sem er frábær aðferð fyrir alla sem vilja ná fram því besta í sjálfum sér, segir Þóra Valný. „Markþjálfun hefur það grunnviðmið að bera fullkomna virðingu fyrir viðmælandanum. Þannig er ekki verið að segja þér hvað þú átt að gera, heldur er verið að vinna með þér að því að finna þínar eigin lausnir án þess að gefa neinn afslátt af mikilvægi þess að markþjálfunin færi þér árangur.“ Allar nánari upplýsingar má finna á heimasíðu valogvirdi.is eða Facebook (valogvirdi). Einnig er velkomið að hafa samband beint með tölvupósti á tvyeinka@gmail.com eða í síma 892-8510.


bottom of page