
Ljúfa lífið hefst
Lífeyrisnámskeið fyrir 50 ára og eldri
Markmið
Markmiðið er að undirbúa þátttakendur fyrir lífeyristöku til að gera þér kleift að ná þínum
markmiðum og láta drauma þína rætast.
Um námskeiðið
Ljúfa lífið er þegar við höfum lokið starfsævinni og förum ekki lengur í vinnu á hverjum degi en
þess í stað erum við í sumarfríi 52 vikur á ári og við viljum lifa og njóta. Til þess notum við
lífeyrissparnað og ýmsar aðrar leiðir. Þetta námskeið er sérstaklega ætlað þeim sem eru farin
að huga að starfslokum og hefja “Ljúfa lífið”.
Á þessu námskeiði er farið yfir útgreiðslu lífeyrissparnaðar og hvernig þær tengjast.
-
Lögbundinn lífeyrissjóður
-
Tegundir lögbundinna lífeyrissjóða
-
Viðbótarlífeyrissparnaður
-
Tilgreind séreign
-
Útgreiðsla lífeyrissjóðs.
-
Útgreiðsla viðbótarlífeyrissparnaðar.
-
Skattlagning á útgreiðslum.
-
Lífeyrisgreiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins.
-
Nýting eigna.
Það sem þátttakendur fá á námskeiðinu
Áhersla er á að fara yfir málin á mannamáli. Þátttakendur fá verkefni til að skipuleggja sitt LJÚFA
LÍF og hvernig þau vilja raða upp sinni innkomu á þessu tímabili í lífinu. Einnig fá þátttakendur
samantektar bækling til að nota til upprifjunar.
Fyrir hverja
Námskeiðið hentar þeim sem eru að nálgast Ljúfa lífið og eru að huga að lífeyristöku. Mikilvægt
er fyrir alla að skipuleggja vel þennan kafla í lífinu, til að hann til að verða okkur auðveldur og
ánægjulegur. Námskeiðið hentar öllum óháð því í hvaða tekjustigi þeir eru.
Fyrirkomulag
Námskeiðið getur verið í staðarkennslu eða fjarkennslu.
Námskeiðið er í boði á íslensku eða ensku.
Tímalengd er 2 klst eða sérsniðið eftir þörfum.
Nánar um kennarann
Þóra Valný Yngvadóttir hefur yfir 25 ára reynslu á fjármálamarkaði þar sem hún starfaði sem
fjármálaráðgjafi í Prudential Englandi og stjórnandi í Kaupþingi og Landsbankanum. Hún hefur
haldið fjölda fyrirlestra og námskeiða víðsvegar um landið um flest allt tengt fjármálum s.l. 25
ár.
Þóra Valný er viðskiptafræðingur með löggildinarpróf í fjármálaráðgjöf FPC frá
viðskiptaráðuneyti Bretlands. Hún er einnig með löggildingu í verðbréfaviðskiptum frá Háskóla
Íslands og ACC vottaður markþjálfi frá Háskólanum í Reykjavík. Í dag er Þóra Valný með
fyrirtækið Val og virði þar sem hún veitir einstaklingum fjármálaráðgjöf og heldur námskeið fyrir
fyrirtæki og stofnanir, um fjármál, söluþjónustu, stefnumótun og fleira.