top of page

Detox 
Vellíðan og slökun

Dásamleg Detox dvöl

 

Á detox námskeiðinu hjá okkur er lögð áhersla á detox fæði, daglega hreyfingu, hvíld og heilsubætandi sjálfsumhyggju.

 

 

 

Í detoxi felst að ákveðið mataræði er sett fyrir sem byggir aðallega á grænmeti og ávöxtum í beinu sambandi við hvíld og slökun, jóga og sund, hreyfingu og gufuböð.

Innifalið

 • Markþjálfunartími

 • Fullt detox/fastandi fæði, grænmeti og ávextir

 • Daglegar gönguferðir

 • Þakklæti og loforð

 • Sjálfsvinsemd

 • Valdefling

 • Heilsuræktartímar

 • Jóga

 • Núvitundarhugleiðsla

 • Verkfærakista

 • Gildaæfing

 • Sund

 • Heitir pottar

 • Gufubað

 • Kvöldvaka

 • Tebar

Boðið er upp á detox/fastandi mataræði sem er undir  480 kaloríum á dag. Í þessu felst að borðað er 3svar sinnum á dag. Hver máltíð samanstendur af djúsum, allskonar grænmeti og ávöxtum. Á hverjum degi má drekka vatn og te eins mikið og þú vilt.

Markmiðið er að meltingin sé í hvíld og líkaminn fái þá hreinsun sem að er stefnt. Þar sem grænmeti er mjög hitaeiningalítið, þá er hægt að borða mjög mikið af því innan þessara marka. Það kemur því flestum ánægjulega á óvart hvað það er mikill matur, hve vel þér líður á þessu mataræði og hve lítið þú finnur til svengdar. Við njótum máltíðanna út af fyrir okkur, þess á milli hafa gestir aðgang að tebar með góðu úrvali af heilsute.

 

 

Að afloknum morgunverði er boðið upp á gönguferð þar sem hver og einn nýtur þess að ganga á þeim hraða sem honum hentar. Sundlaugin er opin allan daginn, þannig að þeir sem vilja geta byrjað daginn á hressandi sundspretti og slakað á í heitu pottunum að aflokinni gönguferð. Daglega verður boðið upp á tíma í hreyfingu eða andlegri næringu, t.d. heilsuleikfimi, jóga, núvitundarhugleiðsla, framtíðarstefnumótun og margt fleira.

 

Dvölin hefst með einstaklingsmarkþjálfunartíma, þar sem farið er yfir þín markmið og væntingar til að tryggja að þú fáir það sem er þér mikilis virði á meðan á dvölinni stendur.

Á kvöldin er kvöldvaka með léttu ívafi og þá er einnig upplagt að fara í sund eða slaka á fyrir svefninn í heitu pottunum eða gufubaðinu.

Síðan er afar mikilvægt að nota þennan tíma til að vera í rólegheitum, til að slaka á, hvíla sig og njóta þess að sofa sætt og rótt. Að því sögðu, þá getur hver og einn hagað sinni dagskrá að vild og tekið þátt í því sem hann vill, valið að vera út af fyrir sig eða gera eitthvað allt annað.

Gestgjafinn er Þóra Valný ACC markþjálfi og verkefnastjóri sem hefur áralanga reynslu af að skipuleggja viðburði, halda utan um hópa, þjálfun og vinna með fólki í að ná árangri með því að velja það sem er þeim mikilis virði.

,,Ég hef mikla trú á föstum og hef alltaf fastað annað slagið í 2-3 daga. En í fyrra fór ég í viku detox til Póllands af því að mig hafði alltaf langað að prófa að fasta í lengri tíma og sjá hvernig mér liði af því og hvernig þetta væri. Það kom mér skemmtilega á óvart hvað mér leið vel á detox mataræðinu. Það gerir mjög mikið fyrir mann að kúpla sig svona alveg út og vera algerlega í núinu í að hugsa um sjálfan sig. Mér fannst þetta alveg dásamlegt að bara njóta þess að vera í rólegheitum, fara í gönguferðir, sund, leikfimi, drekka tebolla með sjálfum sér, lesa bók ótruflað, sofa vel og hvílast alminnilega.

Að vikunni lokinni þá fannst mér þessi reynsla standa með mér í langan tíma, mér fannst meltingin betri, líkaminn á einhvern hátt sterkari og svo svaf ég svo miklu betur. Það er mér því sönn ánægja að bjóða þetta samstarf með Hótel Örk og bjóða íslendingum upp á þessa lífsreynslu. Ég hlakka til að taka vel á móti þér og lofa því að gera allt sem í mínu valdi stendur til að þú upplifir dásamlegan tíma og snúir heim umbreytt/ur og úthvíld/ur."

 

 

 

 

 

 

Engin detox námskeið eru í boði eins og er.

 

sq38gx7wal2w5wwzwqkk.jpg
yoga_2_2.jpg
20200711-131538-s_orig.jpg
129091867_143030624236266_86838420612444
bottom of page