Ráðgjöf
Val og virði býður fyrirtækjum ráðgjöf varðandi einstök verkefni.
Dæmi um ráðgjöf:
> Ferlar
Yfirfara ferla hjá fyrirtækinu með því að skrá ferla og greina hvernig hægt er að bæta ferla. Það er mikilvægt að þessi vinna eigi sér stað með þátttöku þeirra sem að ferlunum koma. Markmiðið er alltaf að bæta ferla og samræma vinnubrögð.
> Breytingastjórnun
Þegar breytingar standa fyrir dyrum hjá fyrirtækjum getur skipt sköpum að fá utanaðkomandi ráðgjöf. Í fyrsta lagi friar það upp tíma stjórnenda fyrirtækisins sem hafa misgóðan tíma í að sinna breytingarstjórnuninni og svo er alltaf glöggt gestsaugað og gott að fá ytri sýn á málin. Markmið er að breytingarnar séu sem skilvirkastar og innleiðingin nái öllum með sér.
> Stefnumótun
Stefnumótun fyrirtækja er oft gríðarlega umfangsmikil og skiptir máli að samræma vinnubrögð við stefnumótun á milli deilda. Einnig skiptir máli að stefnumótuninni fylgi aðgerðir og áætlanir til að stefnan verði raunverulega innleidd.
> Frumkvæði framlínu
Hér erum við að skoða hvernig hægt er að auka frumkvæði framlínustarfsmanna og þar með auka sölu á sama tíma og ánægja viðsiptavina er aukin. Þetta er gert með því að þjálfa starfsfólk í að greina þarfir viðskiptavina á einfaldan og fljótlegan hátt.
> Verkefnastjórnun – verkefnastjóri að láni
Þegar fyirtæki stendur frammi fyrir verkefni sem er þvert á deildir þá getur oft verið snúið að koma vekefninu áfram, þar sem stjórnendur hafa ekki alltaf tíma til að sinna því sem skyldi. Þá er afar gagnlegt að fá verkefnastjóra að borðinu til að greina verkefnið eða til að stýra verkefninu alla leið. Einnig er hægt að vinna með þetta á þann hátt að ákveðnir aðilar innan fyrirtækisns fái þjálfun í verkefnastjórnun, þannig að eftir sitji þekking á verkefnastjórnun hjá fyrirtækinu.