
Persónuleg stefnumótun
Jákvæð framtíð
Markmið
Markmið námskeiðsins er að efla þig til að finna þinn eldmóð, setja þér raunveruleg
framtíðarmarkmið og styrkja til að njóta lífsins á þínum forsendum.
Um námskeiðið
Til að njóta lífsins til fulls og vera best útgáfan af sjálfum sér, þá er mikilvægt að lifa í sátt við
sjálfan sig og sín gildi. Til að geta lifað í sátt við sjálfan sig, þá er mikilvægt að þekkja sjálfan sig
og iðka sjálfsvinsemd. Helstu hindranir hvers og eins eru hann sjálfur og viðhorf hans til sjálfs
síns. Með því að breyta viðhorfinu og horfa á framtíðarmöguleika sína frekar en takmarkanir
sínar, þá opnast ný vídd og fólk fer að horfa á sjálft sig og líf sitt nýjum augum.
Á námskeiðinu er farið yfir sjálfsmat hvers og eins, styrkleika og árangur. Notaðar eru aðferðir
jákvæðrar sálfræði til að horfa á það sem gott er og efla það jákvæða. Unnið verður að
framtíðarsýn, gildismati, framtíðin kortlögð og gefin verkfæri til að útbúa sína framtíð eins og
hver og einn vill.
Meðal þess sem er kennt:
-
Sjálfsvinsemd
-
Gildavinna
-
Að lifa gildin
-
Breytingastjórnun
-
Virðisgreining
-
Loforðin
-
Verkfærakassinn
Það sem þátttakendur fá á námskeiðinu
Að námskeiði loknu hafa þátttakendur öðlast þekkingu á sjálfum sér og hvaða styrkleikum þeir
búa yfir. Þátttakandinn hefur að loknu námskeiði kortlagt hvað hann vill að hans framtíð feli í
sér og hvað hann þarf að gera til að það gangi eftir. Á námskeiðinu fá þátttakendur verkfæri til
að nýta í framtíðinni til að viðhalda því sem fer fram á námskeiðinu.
Fyrir hverja
Námskeiðið hentar öllum einstaklingum sem vilja vinna í sjálfsþekkingu, uppgötva sín tækifæri,
sína hæfileika og vilja lifa lífinu til fulls.
Fyrirkomulag
Námskeiðið getur verið í staðarkennslu eða fjarkennslu.
Námskeiðið er í boði á íslensku eða ensku.
Kennt í 3 skipti, 3 klst í senn = 9 klst eða sérsniðið eftir þörfum.
Nánar um kennarann
Þóra Valný hefur yfir 25 ára reynslu í stjórnun á fjármálamarkaði þar sem hún starfaði sem
fjármálaráðgjafi og stjórnandi í Prudential Englandi, Kaupþingi og Landsbankanum. Hún hefur
haldið fjölda námskeiða víðsvegar um landið um markmiðasetningu, fjármál og persónulega
stefnumótun.
Þóra Valný er viðskiptafræðingur, fjármálaráðgjafi og ACC vottaður markþjálfi með nám í
jákvæðri sálfræði.
