top of page
Yoga Studio with View

​Framúrskarandi fjárhagsleg heilsa
Yfirsýn og sparnaður

Markmið

Markmið námskeiðsins er að öðlast framúrskarandi fjárhagslega heilsu með stöðugri yfirsýn og

öflugu sparnaðar skipulagi.

 

Um námskeiðið

Fjárhagsleg heilsa felur í sér að fjármálin þín eru þannig í stakk búin að þau uppfylla þín

markmið í nútíð og framtíð. Þá ertu með fjárhagslega meðvitund sem þýðir að þú veist

nákvæmlega stöðuna á fjármálunum, í hvað þú notar peningana og í hvað þú vilt nota

peningana þína í framtíðinni. Á þessu námskeiði er farið yfir hugarfarið tengt sparnaði og hvaða

tækni þarf að beita til að ná markmiðum í sparnaði. Þetta er gert með sparnaðar skipulagi og

aðferðum til að skipuleggja peningana betur þannig að til séu peningar fyrir sparnaði.

Á sama hátt og við gætum að almennri heilsu okkar alla daga, þá viljum við fylgjast með

fjárhagslegri heilsu okkar alla daga. Því til viðbótar tökum við mánaðarlega stöðuna á

fjárhagslegri heilsu til að ákveða hvaða breytingar þarf að gera með breyttum aðstæðum í lífinu

eða áherslum. Á námskeiðinu eru kennd auðveld aðferð til að öðlast þessa yfirsýn og vera alltaf

með stjórnun á því í hvað peningarnir fara.

Meðal þess sem er kennt:

  • Sparnaðarskipulag

  • Sparnaðaráætlun

  • Aðferð til að breyta venjum.

  • Breytingastjórnun

  • Fljótleg aðferð fyrir mánaðarlega yfirsýn.

  • Verkfæri til að viðhalda yfirsýn.

  • Uppflettibæklingur til upprifjunar eftir námskeiðið.

Fyrir hverja

Námskeiðið hentar öllum einstaklingum sem vilja taka stöðuna á fjármálunum sínum og vilja

stöðugt vinna að því að efla sína fjárhagslegur heilsu til að njóta sinna fjármuna sem best.

Námskeiðið er gagnlegt öllum einstaklingum, sama í hvaða tekjustiga þeir eru.

 

Fyrirkomulag

Námskeiðið getur verið í staðarkennslu eða fjarkennslu.

Námskeiðið er í boði á íslensku eða ensku.

Tímalengd er 2 klst eða sérsniðið eftir þörfum.

Nánar um kennarann

Þóra Valný Yngvadóttir hefur yfir 25 ára reynslu á fjármálamarkaði þar sem hún starfaði sem

fjármálaráðgjafi í Prudential Englandi og stjórnandi í Kaupþingi og Landsbankanum. Hún hefur

haldið fjölda fyrirlestra og námskeiða víðsvegar um landið um flest allt tengt fjármálum s.l. 25

ár.

 

Þóra Valný er viðskiptafræðingur með löggildinarpróf í fjármálaráðgjöf FPC frá

viðskiptaráðuneyti Bretlands. Hún er einnig með löggildingu í verðbréfaviðskiptum frá Háskóla

Íslands og ACC vottaður markþjálfi frá Háskólanum í Reykjavík. Í dag er Þóra Valný með

fyrirtækið Val og virði þar sem hún veitir einstaklingum fjármálaráðgjöf og heldur námskeið fyrir

fyrirtæki og stofnanir, um fjármál, söluþjónustu, stefnumótun og fleira.

bottom of page