top of page

55 ára og elskar að detoxa

Þessi viðtal birtist á mbl.is 20. janúar 2022 og er úrdráttur úr viðtali sem var birt í HEILSA, fylgiblaði Morgunblaðsins 4. janúar 2022.

Þóra Val­ný Yngva­dótt­ir stjórn­endaráðgjafi stend­ur fyr­ir det­ox-dvöl í Hvera­gerði. Hún seg­ir mik­il­vægt að gefa lík­am­an­um hvíld einu sinni til þris­var á ári, svo hann geti lag­fært sig.

Hún er um þess­ar mund­ir að halda ým­iss kon­ar nám­skeið, tengt fjár­mál­um og heilsu. Árið 2021 var gott ár fyr­ir hana þótt margt hafi farið öðru­vísi en ætlað var.

„Þegar heils­an er góð og ég get stigið fram úr rúm­inu, staðið í fæt­urna og teygt úr mér, þá finnst mér það stór­skot­legt. Ég varð 55 ára í fyrra og upp­lifði það sem ákveðin tíma­mót. Það fyll­ir mig þakk­læti að fá að eld­ast, því á þess­um tíma horfði ég á eft­ir jafn­aldra vini, sem mun ekki fá fleiri af­mæl­is­daga. Þannig verður í raun ham­ingj­an ein­fald­ari eft­ir því sem maður verður eldri.“

„Á ár­inu 2022 bíða fullt af spenn­andi æv­in­týr­um.Við kær­ustuparið mun­um gera þriðju til­raun til að gifta okk­ur. Ég er nú bara búin að bíða eft­ir að gift­ast hon­um síðan ég var níu ára, þannig að það verður ekk­ert mál að bíða í tvö ár til viðbót­ar.

Svo hef ég ný­lega gengið til liðs við Hoobla, sam­fé­lag sjálf­stætt starf­andi sér­fræðinga, og hlakka til að vera öfl­ug inn­an þess.“

Þóra hef­ur mikla trú á föst­um og hef­ur alltaf fastað annað slagið í tvo til þrjá daga. „Í upp­hafi árs 2020 fór ég í fyrsta skipti í langt det­ox því mig hafði alltaf langað að prófa að fasta í lengri tíma og sjá hvernig mér liði af því og hvernig þetta væri. Það kom mér skemmti­lega á óvart hvað mér leið vel á det­ox-mataræðinu. Það ger­ir mjög mikið fyr­ir mann að kúpla sig svona al­veg út og vera al­ger­lega í nú­inu að hugsa um sjálf­an sig. Mér fannst þetta al­veg dá­sam­legt að bara njóta þess að vera í ró­leg­heit­um, fara í göngu­ferðir, sund, leik­fimi, drekka te­bolla með sjálfri mér, lesa bók ótruflað, sofa vel og hvílast al­menni­lega.

Að lok­inni det­ox-dvöl­inni fannst mér þessi reynsla standa með mér í lang­an tíma. Mér fannst melt­ing­in betri, lík­am­inn á ein­hvern hátt sterk­ari og svo svaf ég svo miklu bet­ur. Í fyrra var ég svo að leita að því að kom­ast í det­ox og þannig varð til sam­starfið við Hót­el Örk. Þar hafa verið hald­in det­ox-nám­skeið um margra ára skeið og því byggst upp mik­il þekk­ing á det­ox-mataræði og hvernig best er að hafa það þannig að það sé bragðgott og hollt. Þar eru heit­ir pott­ar, sund­laug, gufa og afþrey­ing­ar­her­bergi. Sem hluta af det­ox-nám­skeiðinu eru nudd­ari og cr­anio-meðferðaraðilar á staðnum sem eyk­ur enn á upp­lif­un­ina. Auk þess eru marg­ir leiðbein­end­ur sem koma inn á nám­skeiðið með nú­vit­und, leik­fimi, jóga og margt fleira.“

Þóra seg­ir að heils­an sé að henn­ar mati ein af þrem­ur lyk­il­stoðum lífs­ham­ingj­unn­ar. „Ham­ingj­an er að miklu leyti viðhorf en þau þrjú ut­anaðkom­andi atriði sem skipta lyk­il­máli eru ör­yggi, ást og heils­an. Ef eitt af þessu gef­ur sig, þá hef­ur það strax áhrif á hina þætt­ina og ger­ir okk­ur erfitt um vik með lífs­ham­ingj­una. Ég hef reynt þetta á eig­in skinni, þegar ég fót­brotnaði illa fyr­ir þrem­ur árum, þegar ég var í út­lönd­um þar sem heil­brigðisþjón­usta var mjög lé­leg, sem gerði það að verk­um að ég þjáðist mikið og leið mjög illa. Ég var lengi að jafna mig á því. Heils­an þarf að vera í fyr­ir­rúmi og þótt ég muni seint kalla mig fyr­ir­mynd­ar­heilsu­veru, þá hugsa ég eins vel um hana og ég get. Ég styðst við 20/​80 regl­una og stefni á að standa mig vel 80% af tím­an­um og vera stöðugt að gera bet­ur.“

Hvað ger­ir þú fyr­ir þig dag­lega?

„Það er vatns­drykkja og þakk­læti. Ég hef vanið mig á að byrja alla daga á vatni og lifi á því fram að há­degi og það er ekki fyrr en eft­ir há­deg­is­mat­inn sem fyrsti kaffi­bolli dags­ins er tek­inn. Ég geri þakk­læt­isæfing­ar dag­lega, eig­in­lega all­an dag­inn er ég þakk­lát fyr­ir lífið, heils­una, vatnið úr kran­an­um, hreina loftið og fleira. Ég enda alltaf dag­inn á að fara yfir þakk­læti dags­ins og hrósa mér, þakk­læti fyr­ir hvað gekk vel í dag og hrós fyr­ir hvað ég gerði vel í dag. Mér finnst frá­bært að byrja dag­inn á að fara í Hress, ég bara finn hvað ég er miklu hress­ari þegar ég mæti í leik­fim­is­tím­ana mína þar. Eitt af ára­móta­heit­un­um mín­um er að gera þetta oft­ar fyr­ir mig svo ég fari inn í dag­inn í mínu besta til­finn­inga­lega ástandi og þá verður dag­ur­inn góður.“

Mik­il­vægt að vera vera sinn besti vin­ur

Hversu miklu máli skipt­ir að huga að heils­unni?

„Þegar kem­ur að heils­unni þá hugsa ég hana sem fjórþætta; mataræði, hreyf­ing, hvíld og sjálfs­vin­semd. Ekk­ert af þessu er í sjálfu sér mik­il­væg­ara en annað. Ef ég ætti að velja eitt sem það allra mik­il­væg­asta þá er það sjálfs­vin­semd­in, án henn­ar get­ur ekk­ert af hinu í raun orðið gott. Á det­ox-nám­skeiðinu hjá mér er farið jafnt yfir þessa fjóra þætti og eng­inn fær að fara heim af nám­skeiðinu fyrr en hann hef­ur lofað mér að vera sinn eig­in besti vin­ur til framtíðar.

Ég hef orðið mikið vör við það að fólk er al­mennt óánægt með sig. Flest­um finnst að þeir þurfi að hreyfa sig dag­lega og vera í þyngd sam­kvæmt ákveðnum stöðlum, ann­ars séu þeir ekki að standa sig. Mér finnst að al­mennt þurfi að leggja meiri áherslu á mik­il­vægi þess að hugsa um heils­una á sín­um eig­in for­send­um. Þó að jú, rann­sókn­ir sýna að of­an­greint sé kannski best fyr­ir alla, þá er ekk­ert víst að það henti öll­um. Því skipt­ir miklu máli að fólki gleðjist yfir öllu sem það ger­ir vel fyr­ir sjálf­an sig, að fara út að ganga einu sinni í viku er klár­lega miklu betra held­ur en aldrei og því á að hrósa sér fyr­ir það. Að borða hollt einn dag í viku er líka betra en aldrei og það má líka hrósa sér fyr­ir það. Því meira sem þú hrós­ar þér fyr­ir það sem þú ger­ir, því lík­legri ertu til að gera meira af því og þannig auka góðar venj­ur og bæta heil­brigði. Í sjálfs­vin­semd felst að leggja áherslu á það sem þú ger­ir vel og styrk­leika þína, hrósa þér og vera þakk­lát­ur. Aðeins þannig ger­ir maður meira af því góða og nær þeim ár­angri sem maður vill og blómstr­ar.“

Hvað reyn­ir þú að forðast að gera?

„Ég reyni að forðast að vera vond við mig. Ég reyni að forðast að setja mér of há­leit mark­mið sem leiða óhjá­kvæmi­lega til von­brigða. Ég ráðlegg öll­um mín­um viðskipta­vin­um að setja sér hóf­leg mark­mið, sem dæmi fara í hreyf­ingu tvisvar í viku og þá áttu fullt hrós inni þegar þú ger­ir það, frek­ar en að setja sér mark­mið um þris­var í viku og svo kemstu bara tvisvar og þá koma von­brigðin og niðurrifið mikið.

Ég reyni að forðast að detta í hreyf­ing­ar­leysi. Ég finn það strax á geðslag­inu, orku og eig­in­lega öllu, ef allt í einu er liðin vika án hreyf­ing­ar, þá bara versn­ar allt hjá mér.“





Comentarios


bottom of page