Ljúfa lífið hefst. Lífeyrisnámskeið fyrir 50 ára og eldri
Á þessu námskeiði er farið yfir uppbyggingu lífeyrissparnaðar og hvernig hver tegund
virkar og nýtist.
Lögbundinn lífeyrissjóður
Tegundir lögbundinna lífeyrissjóða
Viðbótarlífeyrissparnaður
Tilgreind séreign
Fjárfestingarleiðir í viðbótarlífeyrissparnaði
Viðbótarlífeyrissparnaður til íbúðakaupa.
Skattlagning lífeyrissparnaðar
Frjáls sparnaður
Og margt fleira sem tengist lífeyrissparnaði
Áhersla er á að fjalla um efnið á skiljanlegan, léttan og skemmtilegan hátt. Þátttakendur
fá samantektar verkefni til að nota til að endurskoða sinn lífeyrissparnað og skipuleggja
til að hámarka innkomu þegar Ljúfa lífið hefst.
Markmiðið er að breyta hvernig við nálgumst lífeyrissparnað með því að draga úr
áhyggjum og kvíða, en setja þess í stað þekkingu og tilhlökkun.
Námskeiðið hentar í 90 mín.
Öflug fjármálaheilsa
Þóra Valný Yngvadóttir hefur yfir 25 ára reynslu á fjármálamarkaði þar sem hún starfaði
sem fjármálaráðgjafi í Prudential Englandi og stjórnandi í Kaupþingi og
Landsbankanum. Hún hefur haldið fjölda fyrirlestra og námskeiða víðsvegar um landið
um flest allt tengt fjármálum s.l. 25 ár.
Þóra Valný er viðskiptafræðingur með löggildinarpróf í fjármálaráðgjöf FPC frá
viðskiptaráðuneyti Bretlands. Hún er einnig með löggildingu í verðbréfaviðskiptum frá
Háskóla Íslands og ACC vottaður markþjálfi frá Háskólanum í Reykjavík. Í dag er Þóra
Valný með fyrirtækið Val og virði þar sem hún veitir einstaklingum fjármálaráðgjöf og
heldur námskeið fyrir fyrirtæki og stofnanir, um fjármál, söluþjónustu, stefnumótun og
fleira. Nánari upplýsingar hjá Þóru Valný; valogvirdi@valogvirdi.is
